Fræðsludagskrá MSL haust 2023

Fræðsludagskrá MSL fyrir haustönn 2023 er hægt að finna hér á vefsíðunni. Stútfull dagskrá og væntanlega fleiri viðburðir eiga eftir að bætast við sem verða auglýstir sérstaklega. Skráning í ORRA, allar leiðbeiningar hér á síðunni undir Sí – og sérmenntun. Endilega skoðið dagskránna vandlega og hafið samband ef það vakna einhverjar spurningar. Gleðilegt sumar!

Brautskráning lögreglumanna 2023

Þann 10. júní sl. brautskráðust 42 lögreglumenn úr diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri ásamt 23 lögreglumönnum með BA próf í lögreglu- og löggæslufræðum. Nokkrir kennarar MSL voru viðstaddir útskriftina ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og var þessi ljósmynd tekin við það tilefni. Kristrún Hilmarsdóttir hlaut viðurkenningu frá Landssambandi lögreglumanna fyrir hæstu meðaleinkunn

Lesa meira »

Hatursglæpir – Pólland – nokkur laus sæti!

HALDIÐ 25. – 29. október (með ferðadögum) – NOKKUR SÆTI LAUS – SKRÁNING Í ORRA Skiljum illsku er námskeið sem annars vegar fjallar um uppgang öfga á tímum nasismans í Þýskalandi, í aðdraganda og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar, og hins vegar birtingarmyndir haturs í samtímanum.  Fyrsti hluti námskeiðsins fer fram á netinu í formi fyrirlesturs og

Lesa meira »

Nám í lögreglufræðum 2022 að hefjast.

Síðast liðið vor bárust Háskólanum á Akureyri 224 gildar umsóknir um nám í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn. Umfangsmikið ferli er í kringum val á nemendum í námið og hófust inntökupróf í apríl og stóðu þau fram í lok maí. Af þeim 224 sem sóttu um námið í upphafi skiluðu sér aðeins 157 umsækjendur í inntökuprófin

Lesa meira »

Fyrri hluti inntökuprófa hafinn

Nú er umsóknarfresti um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn lokið og bárust alls 243 umsóknir til Háskólans á Akureyri. Alls stóðust 224 umsækjenda skilyrði háskólans til náms og fengu þeir boð um að mæta í fyrri hluta inntökuferils hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, sem stendur yfir þessa dagana. Einungis 180 umsækjenda boðuðu sig í

Lesa meira »

Árni Guðmundsson

Spennandi hópavinna

Ég hef velt því fyrir mér síðastliðin fjögur ár sem ég hef starfað innan lögreglunnar hvað það er sem gerir lögreglumann að góðum lögreglumanni. Ég hef verið heppinn að fá að vinna með mjög fjölbreyttum starfsmannahópi og það hefur sýnt mér að allir hafa eitthvað fram að færa og eitthvað sem hægt er að læra

Lesa meira »

Margret Alda Magnusdottir

Krefjandi og gefandi

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum. Að vinna í lögreglunni er

Lesa meira »