Kynjahlutfall nýnema í lögreglufræði nánast jafnt
Alls hóf 81 nemandi nám í lögreglufræðum í haust og eru kynjahlutföllin nánast jöfn, 51 prósent konur og 49 prósent karlar. Þetta er í þriðja skiptið, af fjórum áætluðum, sem nemendahópurinn er tvöfaldur að stærð eftir að ráðist var í átak til að fjölga lögreglumönnum árið 2022. Meðalaldur nýnema í haust er um 24 ár.
Kynjahlutfall nýnema í lögreglufræði nánast jafnt Read More »