maí 2018

Heilsuefling í lífi og starfi

Viljum vekja athygli á nýju vefnámskeiði fyrir starfsfólk lögreglu um ,,Heilsueflingu í lífi og starfi” en þar munu þær Sigrún Þóra Sveinsdóttir og Ingibjörg Johnson sálfræðingar kynna efni og aðferðir er efla okkur í að takast á við streitu í lífi og starfi og auka vellíðan okkar. Vefnámskeiðið er vistað inn á Moodle. Þeir sem hafa ekki aðgang

Lesa meira »

AMF á fullri ferð!

Mikið um að vera á námskeiði í forgangsakstri hjá okkur þessa dagana, þar sem verið er að þjálfa – þjálfara í AMF. Þjálfarar frá norska lögregluskólanum ásamt íslenskum þjálfurum verða á fullri ferð næstu vikur! Markmiðið er að ústkrifa 11 nýja þjálfara.

Kveðjuathöfn fyrir fyrsta árgang í starfsnámi

Í dag var haldinn kveðjuathöfn fyrir fyrsta árgang nýs lögreglufræðanáms við háskólann á Akureyri sem verið hefur hjá menntasetrinu og lögreglunni  í starfsnámi síðastliðið eitt og hálft ár. Starfsnám þetta er skilyrði til að ljúka diplómaprófi í lögreglufræðum en að slíku námi loknu er lögreglustjórum heimilt að setja eða skipa viðkomandi í stöður lögreglumanna. Það

Lesa meira »

Útskrifaðir stuðningsfélagar

Alls útskrifuðust 11 lögreglumenn af Norðurlandi vestra og eystra af félagastuðningsnámskeiði á föstudaginn. Námskeiðið var haldið á lögreglustöðinni á Akureyri og fengum við góðar móttökur. Glæsilegur hópur stuðningsfélaga sem nú er hægt að snúa sér til!

Útskrift valdbeitingarþjálfara

Í dag útskrifuðust 11 lögreglumenn sem valdbeitingarþjálfarar. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum þeim velfarnaðar í að takast á við þjálfarahlutverkið.

Fyrirlestur Eileen Decker streymdur beint

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu,  í samstarfi við Fulbright stofnunina, standa fyrir fyrirlestri Eileen Decker um afbrot á Internetinu. Eileen er lögfræðingur að mennt með víðtæka reynslu, m.a. var hún aðstoðarborgarstjóri L.A. og var þá með þessi mál á sinni könnu. Hún var líka háttsett í dómsmálaráðuneytinu í forsetatíð Obama og er núna búin að hanna

Lesa meira »