Lögreglufræði (e. Police Science) er sú fræðigrein sem fjallar um viðfangsefni löggæslu í víðu samhengi og nám í lögreglufræði miðar að því að veita nemendum haldgóða undirstöðufærni í því að fyrirbyggja og upplýsa um brot á lögum og að tryggja almennt öryggi borgaranna.
MEIRAMennta- og starfsþróunarsetur lögreglu heldur margvíslega fræðslu fyrir starfsfólk lögreglu. Símenntunar námskeið, sér-námskeið, vinnustofur og ráðstefnur. Framboð og skráning á námskeið má finna hér á heimasíðu setursins.
MEIRAEitt af hlutverkum lögreglu er að skrá öll brot og tilkynningar svo hægt sé að fylgjast með þróun brota og störfum lögreglu. Sérfræðingar lögreglu vinna að fræðilegum rannsóknum er snúa að lögreglu þar sem markmiðið er að starfið sé faglegt og öruggt sem jafnframt skilar sér út í samfélagið.
MEIRAÞjófnaður var 66-68% auðgunarbrota árin 2013-2015. Þegar fjöldi auðgunarbrota er skoðaður eftir umdæmum má sjá að flest auðgunarbrot eru skráð á höfuðborgarsvæðinu, eða um og yfir 80% síðustu ár.
MEIRA