— Um mennta- og starfsþróunarsetur

Um okkur

Kynntu þér lögreglufræðina

Umsóknarfresti er lokið fyrir nám sem hefst haustið 2024.

Opnað verður fyrir umsóknir á ný í febrúar 2025

Um mennta og starfsþróunarsetur


Mennta- og starfþróunarsetur lögreglu varð til hjá embætti ríkislögreglustjóra þann 1. júní 2016 í kjölfar þess að alþingi samþykkti breytingar á lögreglulögum sem snúa að menntun lögreglu.

Hlutverk mennta- og starfsþróunarseturs

Samkvæmt 37. gr. lögreglulaga nr. 90 frá 1996, með áorðnum breytingum er hlutverk Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, sem starfar innan embættis ríkislögreglustjóra, skilgreint á eftirfarandi hátt:
a. að annast starfsnám nema í lögreglufræðum við háskóla, sbr. 38. gr., í samstarfi við háskóla,
b. að hafa umsjón með símenntun lögreglumanna innan lögreglu,
c. að annast skipulagningu og framboð sérhæfðra námskeiða, eftir atvikum í samstarfi við háskóla eða á grundvelli alþjóðasamstarfs,
d. að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um menntun lögreglumanna,
e. að annast alþjóðasamskipti á vettvangi lögreglumenntunar,
f. að annast önnur verkefni er lúta að menntun og fræðslu lögreglu.

Nánari upplýsingar um hlutverk mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu má finna í reglugerð nr. 221 frá árinu 2017, smellið hér til að sjá reglugerðina.

Það er stefna mennta- og starfsþróunarseturs að bjóða starfsnemum og starfsfólki lögreglu uppá fjölbreytt nám og þjálfun sem byggir á gæðum og nýjungum.

Starfsfólk


María Rún Bjarnadóttir

Forstöðumaður

Image Not Found
Birna Blöndal

Lögreglufulltrúi

Gunnar Scheving

Lögreglufulltrúi

Guðmundur Ásgeirsson

Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Verkefnastjóri

Hildur Þuríður Rúnarsdóttir

Lögreglufulltrúi

Logi Jes Kristjánsson

Lögreglufulltrúi

Leifur Gauti Sigurðsson

Lögreglufulltrúi

Sverrir Guðfinnsson

Lögreglufulltrúi

Soffía Waag Árnadóttir

Sérfræðingur

Hlynur Gíslason

Lögreglufulltrúi

Image Not Found

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir

Lögreglufulltrúi

Ásdís Haralds

Lögreglufulltrúi

Hrafnhildur Jóna Daníelsdóttir

Lögreglufulltrúi

Hafa samband


Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar

Krókháls 5a, 3. hæð 110 Reykjavík

Sími: 444 2450

Netfang: menntun@logreglan.is 

Mennta- & starfsþróunarstefna


Leiðarljós

Það er stefna mennta- og starfsþróunarseturs að bjóða starfsnemum og starfsfólki lögreglu upp á fjölbreytt nám og þjálfun sem stenst gæðakröfur og byggir á markvissri þarfagreiningu og stefnu stjórnvalda hverju sinni.

Starfsnám

Áhersla er lögð á öryggi starfsnema, heilsuvernd og að starfsumhverfið uppfylli kröfur um vinnuvernd. Leitast er við notkun gagnreyndra aðferða, gæðamat á kennslu og þjálfun auk þess sem notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat. Unnið er að samþættingu jafnréttissjónarmiða í öllum þáttum kennslu.

Sí- og sérmenntun

Fræðsla og þjálfun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda. Stuðlað er að því að starfsmenn viðhaldi þekkingu sinni og að skapa umhverfi sem hvetur starfsmenn og stjórnendur lögreglu til að afla sér þekkingar. Lögð er áhersla á að allir fái tækifæri til að taka framförum og takast á við ný verkefni. Árlega eru skipulagðar og innleiddar reglubundnar mælingar á viðhorfi til gæða allra þjálfunar og námskeiða.

Rannsóknir og þróun

Áhersla er lögð á að þróa gagnreyndar aðferðir lögreglu með því að stuðla að vísindarannsóknum innan lögreglunnar. Við val á rannsóknarefnum skal haft að leiðarljósi að þær séu unnar í þeim tilgangi að efla þróun og fagmennsku innan lögreglunnar.

Samvinna

Mennta- og starfsþróunarsetur leggur ríka áherslu á samvinnu við lögregluembættin, háskólasamfélagið, opinberar stofnanir og erlendar löggæslu- og menntastofnanir. Áhersla er lögð á samvinnu við lögregluembættin og starfsfólk lögreglu um mat á fræðsluþörfum.

Miðlun upplýsinga og skráning á viðburði

Upplýsingagjöf til starfsmanna skal vera skilvirk og gagnvirk. Lögð er áhersla á að upplýsingastreymi til embættanna sé gott.