Síðasti dagurinn í dag til að skrá sig í starfsnám MSL og lögreglufræði við HA

Minnum á að umsóknarfrestur í starfsnám MSL og í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri er til og með 4.maí 2020. Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum sem tengjast læknisvottorðinu, s.s. vottorði sérfræðilæknis í viðkomandi sérgrein er til og með 4.júní 2020

Síðasti dagurinn í dag til að skrá sig í starfsnám MSL og lögreglufræði við HA Read More »

Streymi – Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum – Fimmtudagur 30. apríl kl. 10

Fyrirlestri Ingrid Kuhlman verður streymt á fmmtudaginn 30. apríl kl. 10. Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum -15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip- Við streymum fyrirlestrinum og hlekkurinn hefur verið sendur til ykkar í tölvupósti. Upptaka af fyrirlestrinum verður sett á innri vef lögreglunnar til að auðvelda aðgengi allra starfsmanna.

Streymi – Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum – Fimmtudagur 30. apríl kl. 10 Read More »

Breytingar á félagslegum bakgrunni lögreglunema í kjölfar þess að lögreglunám var fært á háskólastig

Bókin The Making of a Police Officer: Comparative Perspectives on Police Education and Recruitment kom nýverið út hjá Routlede bókaútgáfunni. Ritstjórar eru Tore Bjørgo og Marie-Louise Damen en í bókinni er m.a. að finna kaflann „Iceland as a microcosm of the effects of educational reform on police students’ social background“ eftir Guðmund Oddsson, Andy Hill, Ólaf Örn

Breytingar á félagslegum bakgrunni lögreglunema í kjölfar þess að lögreglunám var fært á háskólastig Read More »

Frestun á fræðslustarfi MSL

Í kjölfar þess að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í síðustu viku hefur samgangur bæði innan og á milli lögregluembætta verið takmarkaður. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á allt fræðslustarf MSL. Vegna neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 þarf mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Öll námskeið fyrir starfsfólk lögreglu sem áttu að fara fram

Frestun á fræðslustarfi MSL Read More »

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í starfsnám 2021-2022

Opið er fyrir umsóknir um starfsnám í lögreglufræði hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Gert er ráð fyrir að 40 nemendur hefji starfsnám í janúar 2021. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020 og skal sækja um rafrænt hér að neðan. Samhliða umsókn skal senda vottorð frá lækni samkvæmt staðli Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu til

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í starfsnám 2021-2022 Read More »

Umsóknir í starfsnám MSL 2021-2022

Opnað verður fyrir umsóknir í starfsnám 2021-2022 laugardaginn 29. febrúar næstkomandi. Á heimasíðu mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu (MSL) er hægt að leita frekari upplýsinga um starfsnámið og umsóknarferlið. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020. Ætlunin er síðan að umsækjendur verða boðaðir í þrekpróf, sálfræðimat og skrifleg verkefni dagana 2.-8. júní 2020. Frekari upplýsingar

Umsóknir í starfsnám MSL 2021-2022 Read More »

Fyrirlestur um S-samskipti Facebook og lögreglunnar: Hvaða upplýsingar er hægt að nálgast og hvernig?

  Vekjum athygli starfsfólks lögreglu á áhugaverðu fræðsluerindi Facebook um ólögmæta háttsemi á miðlinum. Skráning og nánari upplýsingar hér: https://menntaseturlogreglu.is/event/fyrirlestur-um-vidmid-facebook-vardandi-ologmaeta-hattsemi/

Fyrirlestur um S-samskipti Facebook og lögreglunnar: Hvaða upplýsingar er hægt að nálgast og hvernig? Read More »

Mín líðan sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn lögrelgu

Starfsmönnum lögreglu gefst nú í fyrsta skipti kostur á að sækja sér sálfræðiþjónustu á netinu en Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og er fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðisþjónustan sem fær leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis. Mín líðan býður annars vegar upp á sálfræðimeðferð á netinu þar sem öll samskipti eru skrifleg og

Mín líðan sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn lögrelgu Read More »