Inntökuprófum frestað vegna COVID-19

Ágætu umsækjendur,

COVID-19 heldur áfram að setja sinn svip á samfélagið og í ljósi þess að samkomubann mun a.m.k. ríkja til 4.maí n.k. og aðstaða til að æfinga eftir því, höfum við hjá menntasetri lögreglunnar (MSL) í samráði við Háskólann á Akureyri (HA) ákveðið að seinka fyrri hluta inntökuprófa.

Inntökupróf verða haldin síðustu vikuna í júní eða dagana 22.-26.júní.

Með fyrirvara um að umsækjendur standist skilyrði, þ.e. kröfur um heilbrigði, hreint sakavottorð,  bakgrunnskoðun, gild ökuréttindi og skilyrði HA, þá stúdentspróf eða sambærilega menntun,  eru þeir umsækjendur boðaðir í inntökupróf þar sem  framkvæmd eru þrekpróf en jafnframt eru umsækjendur látnir þreyta sálfræðipróf og ritunarverkefni þessa sömu daga.

Umsóknarfrestur í starfsnám MSL og í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri er óbreyttur. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020

Við hvetjum alla umsækjendur til að halda áfram að undirbúa sig en nú reynir á að halda fókus sem er einmitt stór þáttur lögreglustarfsins.

Gangi ykkur sem allra best,

Starfsmenn HA og MSL.