Frestun á fræðslustarfi MSL

Í kjölfar þess að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í síðustu viku hefur samgangur bæði innan og á milli lögregluembætta verið takmarkaður. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á allt fræðslustarf MSL.

Vegna neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 þarf mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu að grípa til eftirfarandi ráðstafana:

  1. Öll námskeið fyrir starfsfólk lögreglu sem áttu að fara fram nú í vor hefur verið frestað til haustsins.
  2. Starfsnámi lögregufræðinema við HA hefur verið frestað eða það endurskipulagt.
  3. Öll staðbundin námskeið CEPOL og fundir hafa verið felldir niður til a.m.k. 13. apríl.
  4. Búið er að fresta skiptinámi lögreglunema á Norðurlöndunum (við áttum að taka á móti hópi í apríl).
  5. Búið er að fresta öllum fundum í NORDCOP samstarfinu og skólastjórafundi Norðurlandanna.
  6. Búið er að fresta öllum námskeiðum FRONTEX í mars mánuði hið minnsta.

Nú er unnið að því að endurskipuleggja námskeið og nám á komandi haustönn en þá heldur einhver verkefnavinna áfram í lengra námi okkar með stuðningi leiðbeinenda í fjarvinnu. Frekari upplýsingar veita leiðbeinendur í lengra námi MSL.

Forgangsverkefni okkar hjá MSL, í samstarfi við leiðbeinendur embættanna, verður að tryggja að útskriftanemar í lögreglufræði við HA nái að ljúka starfsnámi sínu svo ekki komi til tafa á útskrift sem fyrirhugðu er í júní n.k.