Umsóknir í starfsnám MSL 2021-2022

Opnað verður fyrir umsóknir í starfsnám 2021-2022 laugardaginn 29. febrúar næstkomandi. Á heimasíðu mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu (MSL) er hægt að leita frekari upplýsinga um starfsnámið og umsóknarferlið.

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020. Ætlunin er síðan að umsækjendur verða boðaðir í þrekpróf, sálfræðimat og skrifleg verkefni dagana 2.-8. júní 2020.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér. Auglýsing og frekari upplýsingar í tengslum við umsóknarferlið verða birtar um leið og opnað verður fyrir umsóknir.

Fyrirspurnir í tengslum við starfsnám MSL er hægt að beina á netfangið starfsnam@logreglan.is

Kveðja,

Starfsfólk MSL