Þau sem hafa hug á að verða lögreglumenn þurfa að kynna sér hvort þau fullnægi þeim skilyrðum sem gerð eru í lögreglulögum, til starfsins áður en lengra er haldið.  

Í lögum nr. 90/1996, lögreglulögum og reglugerð nr.221/2017, eru tilgreind þessi skilyrði, þar segir m.a. að viðkomandi skuli:

a.  vera íslenskir ríkisborgarar, 20 ára eða eldri,

b.  ekki hafa gerst brotlegir við refsilög, þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið, né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta,

c. vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum sem mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur reglur um í samstarfi við háskóla,

d.  hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun,

e.  standast nánari kröfur sem ráðherra setur með reglugerð, á grundvelli tillagna frá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, m.a. um menntun, starfsþjálfun, tungumálakunnáttu og líkamlega færni,

f. hafa gild ökuréttindi.

Umsóknarferli starfsnámsins sem hefst á öðru misseri diplómanámsins hefst á vef Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu (MSL). Á sama tíma auglýsir Háskólinn á Akureyri (HA) eftir umsóknum í nám í lögreglufræði. Inntökuferlið fyrir starfsnám MSL stendur yfir frá maí til desember. Að hverju sinni kemst takmarkaður fjöldi nemenda að.

Byrjað er á að sækja um starfsnám hjá MSL rafrænt á heimasíðu MSL og þar í gegnum Ísland.is (https://www.island.is/um/island.is). Eftir að umsókn til MSL hefur verið send fær umsækjandi 4 stafa númer sem hann þarf að tilgreina í umsókn sinni um nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sótt er um rafrænt á heimasíðu HA.

Samhliða umsókn skal sérstakt læknisvottorð menntasetursins  sent trúnaðarlækni ríkislögreglustjóra. Læknisvottorði sem skilað er til trúnaðarlæknis gildir ekki milli ára og má ekki vera eldra en tveggja mánaða þegar sótt er um. Læknisvottorð skal skoðað og geymt hjá Vinnuvernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og skal senda vottorðið þangað merkt: „Trúnaðarlæknir – starfsnám lögreglu“. Þá er líka hægt að senda læknisvottorðin í gegnum rafræna sendingargátt hjá Vinnuvernd:

https://transfer.signet.is/Authed/Login?ReturnUrl=%2FAuthed%2FCompanyLoad%3Fgroup%3Dvinnuvernd

Læknisvottorð má nálgast hér

Download (PDF, 224KB)

Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði er til og með 4.júní 2020.

Þeir umsæjendur sem staðist hafa skilyrði a, b og d liðar samkvæmt. 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 2. mgr. 6.gr. reglugerðar nr.221/2017 eru prófuð í þreki, sálfræðmati og ritunarverkefni. Prófað verður í fyrri hluta júnímánaðar. Athugið að niðurstöður læknisskoðunar og þrekprófs sbr. skilyrði c liðar samkvæmt 1.mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 munu liggja fyrir eigi síðar en í byrjun ágúst.

Þeir umsækjendur sem standast öll almenn skilyrði samkvæmt. 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr 90/1996 og 2. mgr. 6.gr. reglugerðar nr.221/2017 eru boðaðir í viðtal og önnur verkefni.

Ákvörðun um hvaða umsækjendum er veitt innganga í starfsnám byggist á heildarmati á ýmsum þáttum, hliðsjón er m.a. höfð af eftirfarandi gögnum:

Þrekprófi, frammistöðu í áföngum fyrstu annar, sálfræðimati, mati læknis, fram­komu, hæfni í mannlegum samskiptum, sakavottorði og sakaferli að öðru leyti, auk frammistöðu í viðtali og öðrum verkefnum.

ATH. Verði umsækjandi valinn í starfsnám þarf hann að ljúka almennu skotvopnanámskeiði á vegum Umhverfisstofnunar á eigin kostnað áður en starfsnám III hefst í maí 2022.

Handbók um inntöku lögreglufræðinema Háskólans á Akureyri í starfsnám hjá MSL er að finna hér

Download (PDF, 587KB)

 

Frekari fyrirspurnir um inntökuferlið skal beint til starfsnam@logreglan.is