Mín líðan sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn lögrelgu

Starfsmönnum lögreglu gefst nú í fyrsta skipti kostur á að sækja sér sálfræðiþjónustu á netinu en Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og er fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðisþjónustan sem fær leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.

Mín líðan býður annars vegar upp á sálfræðimeðferð á netinu þar sem öll samskipti eru skrifleg og hins vegar upp á fjarviðtöl þar sem samskipti sálfræðings og skjólstæðings eru augliti til auglitis í gegnum öruggan hugbúnað.

Með þessari viðbótarþjónustu vonumst við meðal annars til þess að geta þjónustað starfsmenn lögreglu á landsbyggðinni betur. Fjarviðtöl gera starfsmönnum lögreglu um allt land kleift að sækja viðtalsmeðferðir óháð búsetu þar sem viðtölin fara fram í gegnum öruggan hugbúnað.

Meðferðin er veitt af löggildum sálfræðingum og uppfyllir allar öryggiskröfur á netinu. Á heimsíðu Mín líðan https://www.minlidan.is/ er að finna ítarlegri upplýsingar um þær meðferðir sem þau veita.

Ef óskir eru um að sækja sálfræðiþjónustu er hægt að senda tölvupóst á netfangið felagastudningur@logreglan.is eða hafa beint samband við minlidan@minlidan.is