Vilt þú fá meira út úr lífinu eða vantar bara smá hvatningu?

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og Ólympíufari mun tala um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum í fyrirlestrinum ”Náðu árangri”. Hún mun deila með okkur sinni reynslu og þeim aðferðum sem hún hefur nýtt sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Hún fjallar um allt frá mikilvægi rétts hugarfars og góðrar heilsu til þess hvernig við getum sett okkur markmið og náð þeim.

Þeir sem vilja hafa þetta inní fræðslusögu sinni, geta skráð sig hér

Hvenær: 31.janúar  kl11:00-12:00. Fyrirlesturinn verður líka sendur í streymi.

Hvar: Menntasetri lögreglunnar, 3.hæð.