Þýskir lögreglunemar í heimsókn

Frá 24. – 28. apríl fengum við í heimsókn til okkar 30 þýska lögreglunema. Þeir heimsóttu ólíkar deildir innan Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, m.a. skipulagða brotastarfsemi, umferðardeildina og tölvu- og tæknideildina.  Þeir fengu kynningar á deildum Ríkislögreglustjóra, þ.e. alþjóðadeildinni, almannavörnum, fjarskiptamiðstöð og sérsveit. Að lokum fengu þeir einnig að heimsækja fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. Óhætt er að segja að

Lesa meira »

Þýskir lögreglunemar í heimsókn Read More »

Árlegur fundur Norrænna skólastjórnenda lögreglunáms

Í dag lauk árlegum fundi Norrænna skólastjórnenda lögreglunáms sem haldinn var á Akureyri 26.-28. apríl. Fundurinn var haldinn sameiginlega af mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu og Háskólanum á Akureyri en fundurinn var haldinn í húsnæði háskólans. Meðal þess sem rætt var um á fundinum er þróun náms á Norðurlöndunum, nemendaskipti og sameiginleg þróunarverkefni, svo sem tölvubrot,

Árlegur fundur Norrænna skólastjórnenda lögreglunáms Read More »

Umfangsmikil seigluþjálfun fyrir þjálfara

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu hefur það að leiðarljósi að beita gagnreyndum aðferðum við þjálfun lögreglu. Mikilvægur áfangi var tekinn í þessa átt 27. til 30. mars sl. þegar teymi kanadískra og finnskra sérfræðinga kom hingað til lands til að þjálfa þjálfara lögreglu í aðferðafræði iPREP. Aðferðin felur í sér þjálfun í streitustjórnun þar sem notast er

Umfangsmikil seigluþjálfun fyrir þjálfara Read More »

Opnun á heimasíðu og kynning á starfsemi mennta- og starfsþróunarseturs

Í gær, fimmtudaginn 23. mars, var formleg opnun á nýrri heimasíðu mennta- og starfsþróunarsetursins og af því tilefni var starfsfólki lögreglu boðið til kaffiveitinga. Ólafur Örn Bragason byrjaði á að opna vefsíðuna og fjalla stuttlega um starfsemi setursins en Soffía Waag Árnadóttir greindi gestum frá blómlegu námskeiðsstarfi sem hafið er. Um 50 manns mættu á

Opnun á heimasíðu og kynning á starfsemi mennta- og starfsþróunarseturs Read More »

Dómsmálaráðherra undirritar reglugerð um starfsemi menntaseturs

Þann 28. febrúar sl. undirritaði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra reglugerð um starfsemi mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu og var reglugerðin birt í Stjórnartíðindum 16. mars síðastliðin. Í reglugerðinni er að finna hlutverk setursins, starfsemi á sviði verklegs náms og starfsnáms, val í starfsnám auk verkefna á sviði sí- og sérmenntunar. Þá er sérstaklega kveðið á um að mennta-

Dómsmálaráðherra undirritar reglugerð um starfsemi menntaseturs Read More »

Lögreglunemar frá Norðurlöndum – NORDCOP samstarf

Þessa dagana eru fjórir lögreglunemar í starfsheimsókn í tengslum við samstarf okkar við NORDCOP. Lögreglunemarnir eru frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þeir munu heimsækja lögregluembætti og kynnast starfi lögreglunnar á Íslandi. Svo skemmtilega vildi til að Mikael frá Svíþjóð fagnaði 30 ára afmæli meðan á dvölinni stóð. Mikill áhugi er á að efla nemendaskipti

Lögreglunemar frá Norðurlöndum – NORDCOP samstarf Read More »

Fjölbreytt fræðsla fyrir lögreglumenn – Peter Collins

Dagana 6.-9. mars hélt Peter Collins réttargeðlæknir fjögur námskeið fyrir starfsfólk lögreglu og fleiri tengd embætti. Þannig fengu þátttakendur fræðslu um sálfræði kynferðisbrotahegðunar, samningatækni, sálfræði öfgahópa og fræðslu um vellíðan (wellness) í starfi. Einnig fengu nemendur í lögreglufræðum að njóta góðs af þekkingu Collins en hann ræddi við þau um samskipti við fólk með geðrænan

Fjölbreytt fræðsla fyrir lögreglumenn – Peter Collins Read More »

Vel sótt námskeið um kynferðisbrotahegðun

Í dag stóð mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu að námskeiði um mismunandi birtingamyndir kynferðisbrotahegðunar. Fyrirlesari var Dr. Peter Collins, dósent við Háskólann í  Toronto og geðlæknir hjá Criminal Behaviour Analysis Unit of the Ontario Provincial Police. Á námskeiðinu var farið yfir sálfræði kynferðsbrotahegðunar, s.s. barnagirnd, blætishegðun og tengd kynferðisleg frávik. Einnig var farið yfir brot gegn

Vel sótt námskeið um kynferðisbrotahegðun Read More »

Kynning á lögreglufræðum á opna háskóladeginum

Þann fjórða mars s.l var haldin opinn háskóladagur þar sem háskólar kynntu námsframboð sitt. Í húsakynnum Háskóla Íslands kynnti Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu nýtt nám í lögreglufræðum með Háskólanum á Akureyri. Okkar maður Guðmundur Ásgeirsson mætti að sjálfsögðu í hátíðarbúning lögreglu og kynnti lögreglunámið með verkefnastjóra HA, Rósamundu Baldursdóttur. Nemendur í lögreglufræðum lögðu einnig hönd

Kynning á lögreglufræðum á opna háskóladeginum Read More »

Starfsnám lögreglufræðinema hafið

​Mánudaginn 30. janúar sl. hófst starfsnám diplómanema í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri (HA) hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu (MSL). Í janúar lauk MSL við að velja nemendur í starfsnám og voru 48 nemendur sem uppfylltu skilyrðin valdir til starfsnáms. Á þessari fyrstu önn í starfsnáminu koma nemendurnir í fjórar viku langar lotur til MSL, Krókhálsi 5a,

Starfsnám lögreglufræðinema hafið Read More »