Í dag stóð mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu að námskeiði um mismunandi birtingamyndir kynferðisbrotahegðunar. Fyrirlesari var Dr. Peter Collins, dósent við Háskólann í Toronto og geðlæknir hjá Criminal Behaviour Analysis Unit of the Ontario Provincial Police. Á námskeiðinu var farið yfir sálfræði kynferðsbrotahegðunar, s.s. barnagirnd, blætishegðun og tengd kynferðisleg frávik. Einnig var farið yfir brot gegn börnum á netinu og skýrslutökutækni.
Rúmlega 40 þátttakendur voru á námskeiðinu frá lögreglu, ákæruvaldi, dómsstólum, heilbrigðiskerfinu og barnavernd.