Frá 24. – 28. apríl fengum við í heimsókn til okkar 30 þýska lögreglunema. Þeir heimsóttu ólíkar deildir innan Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, m.a. skipulagða brotastarfsemi, umferðardeildina og tölvu- og tæknideildina. Þeir fengu kynningar á deildum Ríkislögreglustjóra, þ.e. alþjóðadeildinni, almannavörnum, fjarskiptamiðstöð og sérsveit. Að lokum fengu þeir einnig að heimsækja fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. Óhætt er að segja að hópurinn hafi notið góðs af þessum kynningum þar sem starfsfólk lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar tóku virkilega vel á móti hópnum. Hér má sjá myndir frá heimsókninni: