Lögreglumenn og ákærendur fá þjálfun vegna hatursglæpa

Í síðustu viku voru níu lögreglumenn og hópur ákærenda þjálfaðir til að miðla þekkingu um hatursglæpi af leiðbeinendum frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) . Námskeiðið fyrir lögreglumenn var haldið á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs í húsakynnum ríkislögreglustjóra. Þátttakendum var kynnt námsefni ODIHR um hatursglæpi til að miðla áfram til starfsfólks lögreglu. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu hyggst stefna að því að þessi fræðsla verði fastur liður í menntun og símenntun starfsfólks lögreglu. Nánar um námskeiðið og samstarf við ODIHR má finna á vefsíðu innanríkisráðuneytis.

https://www.innanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/frettir-domsmalaraduneytis/logreglumenn-og-akaerendur-fa-thjalfun-vegna-hatursglaepa