Umsóknir og þrekpróf fyrir starfsnám I-2018, í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri.

Umsóknarfrestur um starfsnám fyrir lögreglufræðanema HA hjá lögreglu leið þann 6. október sl. Alls voru 130 umsækjendur um starfsnámið en valdir verða 40 nemendur valdir í starfsnám I sem hefst í janúar n.k.

Eitt af skilyrðum þess að komast í starfsnám hjá lögreglu er að standast þær þrekkröfur, sjá https://menntaseturlogreglu.is/threkprof/, sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur, samkvæmt heimild í lögreglulögum.

Langstökk án átrennu

 

Fyrsta þrekpróf þessa vetrar verður haldið þriðjudaginn 24. október og er hugsað fyrir þá umsækjendur sem eru nú þegar tilbúnir líkamlega fyrir prófið. Við munum síðan taka upp þráðinn aftur í undir lok nóvember og halda áfram með þrekprófin en fjöldi þrekprófsdaga mun stjórnast af fjölda umsækjenda.

Þrekprófið byrjar á 2.000 metra hlaupi innanhúss og þeir sem ná lágmarkskröfum í því halda áfram, þ.e. eru prófaðir í stöðvaæfingum og síðan sundi. Umsækjendur sem standast líkamlegar kröfur fyrir starfsnám hjá lögreglu, fara í sálfræðimat að þrekprófi loknu en  búast má við að heill dagur fari í þetta verkefni, þ.e. þrekpróf og sálfræðimat.

Dagsetningar á þrekprófum og sálfræðimati: (með fyrirvara um fjölda umsækjenda en fjölga gæti þurft prófdögum)

Þriðjudaginn 24. október: Kórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.

Mánudaginn 20. nóvemberKórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.

Þriðjudaginn 21. nóvember: Kórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.

Miðvikudaginn 22. nóvember: Kórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.

Fimmtudaginn 23. nóvember: Kórinn íþróttahús, Vallarkór,Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.

Föstudaginn 24. nóvemberBoginn íþróttahús Þórs, Skarðshlíð Akureyri. Átak, Strandgata 14, Akureyri og sundlaug Akureyrar.

Umsækjendur þurfa að koma sér sjálfir á milli þrekprófsstaða, (hlaup/stöðvaæfingar/sund) og þurfa að borga aðgang í sundlaug

Þrekprófsdagarnir byrja stundvíslega kl. 08:30.

Umsækjendur þurfa að koma sér sjálfir á milli þrekprófsstaða, (hlaup/stöðvaæfingar/sund) og þurfa að borga aðgang í sundlaug.

Óskir um þrekprófsdaga sendist á ga@logreglan.is en reynt verður eftir fremsta megni að verða við þeim, líklegt er þó að allir fái ekki óskir sínar uppfylltar, fyrstur kemur fyrstu fær.

Áætlað er að viðtöl við þá sem koma til greina í starfsnámið, fari fram um miðjan desember og lokavali verði lokið fyrir jól.

 

Bestu kveðjur

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar.