Líkamlegt atgervi umsækjenda í starfsnám lögreglu er kannað með því að láta þá þreyta þrekpróf þar sem reynir á snerpu, styrk, þol og sundkunnáttu. Þetta er gert með heimild í 28 gr. laga nr. 90/1996 og 6 gr. reglugerðar nr. 221/2017.

Þrekprófið skiptist í þrjá þætti, hlaup, stöðvaæfingar og sund. Umsækjandi verður að ljúka hverjum þætti þrekprófsins með fullnægjandi árangri, annars telst hann hafa fallið. Gerð er krafa um að æfingarnar séu framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum prófdómara.

Ljúki umsækjandi einhverjum þætti þrekprófsins ekki með fullnægjandi árangri er þátttöku hans í prófinu lokið og tekst hann þá ekki á við næsta þátt prófsins.

Hér er að finna kynningarmyndskeið um þrekprófið. Nánari leiðbeiningar er hægt að finna á pdf skjali fyrir neðan myndskeiðið.

Frekari leiðbeiningar um þrekprófið.

Loader Loading...
EAD Logo Taking too long?

Reload Reload document
| Open Open in new tab

Niðurhal