Líkamlegt atgervi umsækjenda í starfsnám lögreglu er kannað með því að láta þá þreyta þrekpróf þar sem reynir á snerpu, styrk, þol og sundkunnáttu. Þetta er gert með heimild í 28 gr. laga nr. 90/1996 og 6 gr. reglugerðar nr. 221/2017.

Þrekprófið skiptist í þrjá þætti, hlaup, stöðvaæfingar og sund. Umsækjandi verður að ljúka hverjum þætti þrekprófsins með fullnægjandi árangri, annars telst hann hafa fallið. Gerð er krafa um að æfingarnar séu framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum prófdómara.

Ljúki umsækjandi einhverjum þætti þrekprófsins ekki með fullnægjandi árangri er þátttöku hans í prófinu lokið og tekst hann þá ekki á við næsta þátt prófsins.

Ef próftaki er veikur/meiddur á þrekprófsdegi á hann rétt á að taka sjúkrapróf, að því tilskyldu að framvísað sé læknisvottorði. Sjúkrapróf verður aðeins haldið einu sinni og verður að vera lokið áður en viðtölum við umsækjendur um starfsnám lýkur.

Frekari leiðbeiningar um þrekpróf er að finna hér

Download (PDF, 922KB)