Þann fjórða mars s.l var haldin opinn háskóladagur þar sem háskólar kynntu námsframboð sitt. Í húsakynnum Háskóla Íslands kynnti Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu nýtt nám í lögreglufræðum með Háskólanum á Akureyri. Okkar maður Guðmundur Ásgeirsson mætti að sjálfsögðu í hátíðarbúning lögreglu og kynnti lögreglunámið með verkefnastjóra HA, Rósamundu Baldursdóttur. Nemendur í lögreglufræðum lögðu einnig hönd á plóg. Mikill fjöldi mætti á kynninguna og er hún fyrsta af fjölmörgum sem MSL og HA munu standa fyrir.