Í síðustu viku heimsóttu tveir fulltrúar mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu finnska landamæraskólann, Raja, í austurhluta Finnlands. Markmið tveggja daga heimsóknar var að skoða nám í landamæralöggæslu fyrir landamæraverði, lögreglumenn og starfsmenn landhelgisgæslu. Þjálfunarsvæði skólans var skoðað, þ.m.t. aðstaða til skilríkjaskoðunar, landamærahlið, skothús, akstursbraut, flugvöllur, vettvangsrannsóknarhús, o.fl. Þrátt fyrir frábæra aðstöðu hefur skólinn einnig byggt upp öflugan fræðsluvef þar sem landhelgisgæslan er staðsett í Turku sem er á vesturströnd Finnlands og höfuðstöðvar landamæragæslunnar í Helsinki. Kjarnanámsskrá Landamærastofnunar Evrópu (FRONTEX) hefur verið innleidd með myndarlegum hætti í kennslu hjá Raja og hefur úttektarnefnd Schengen gefið náminu þar hæstu einkunn. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu mun því leita líta til Finna þegar kemur að vel heppnaðri innleiðingu á kjarnanámskránni en það verkefni er í vinnslu hér á landi og áætlað að ljúki fyrir árslok 2020.