Inntökupróf fyrir starfsnám I – Vormisseri 2020

Til að eyða misskilningi sem virðist vera nokkuð útbreiddur, að búið sé að opna fyrir bókanir á dögum fyrir inntökupróf, þá er það ekki búið.

Verið er að vinna í öllum öllum þeim umsóknum sem bárust, um 200 umsóknir bárust Menntasetrinu um starfsnám, sem tekur sinn tíma.

Um leið og ljóst er hverjir standast þær kröfur sem gerðar eru fyrir starfsnámið, hverja þarf að skoða betur og hverjir standast þær ekki, verður umsækjendum sendur tölvupóstur með framhaldið.