CEPOL – Fræðsla fyrir starfsfólk lögreglu

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu er tengiliður CEPOL-European Police College sem er miðlægt menntasetur fyrir starfsfólk lögreglu í löndum Evrópubandalagsins. Vekjum athygli á fróðlegri fræðsludagskrá CEPOL, auk þess að bjóða upp á margvísleg námskeið í Evrópu hafa þeir eflt vefnámskeið og Webinars sem við hvetjum starfsfólk lögreglu til að skoða og nýta sér í starfi. Hægt er að sækja um aðgang hér: https://www.cepol.europa.eu/

Umsóknirnar fara til menntaseturs lögreglu en tengiliður við CEPOL er Soffía Waag Árnadóttir sem sér um að samþykkja umsóknirnar og veitir einnig frekari upplýsingar um námskeið sem í boði eru. Hægt er að finna nánari upplýsingar um námskeiðin hér á heimasíðu okkar, https://menntaseturlogreglu.is/endurmenntun/cepol/