Þann 24. nóvember n.k. verður haldin áhugaverð ráðstefna um hvernig hægt sé að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir við að fara með sjálfræði sitt. Ráðstefnan er haldin á Hótel Natura og er á vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands. Skráning og nánari upplýsingar er að finna hérna: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/vidburdir/vidburdur/2017/11/24/Ad-skilja-vilja-og-vilja-skilja/
Viljum vekja sérstaka athygli á erindi Þórdísar Ingadóttur, dósents við lagadeild HR, sem mun fjalla um skýrslu starfshóps um fatlaða einstaklinga og aðgengi að refsivörslukerfinu.
Hvetjum starfsfólk lögreglu til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að fræðast um hvernig hægt sé að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir.