Verslunarskólanemendur í heimsókn hjá MSL

Þann 7. nóvember mættu alls 16 áhugasamir nemendur frá Verslunarskóla Íslands í heimsókn til MSL.

Nemendurnir eru allir í framhaldsáfanga í sálfræði í Versló og höfðu mikinn áhuga á að kynna sér réttarsálfræði og heyra hvaða störfum sálfræðingur ríkislögreglustjóra sinnir.
Fengu þeir fína fræðslu og voru mjög áhugsamir, bæði um störf sálfræðinga og lögreglunnar. Kannski leynast lögreglufræðinemar komandi ára í þessum hóp!