Grunnnám fangavarða

Haustið 2023 fól Dómsmálaráðuneytið Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar (MSL) að þróa eins árs grunnám fyrir fangaverði sem uppfyllir kröfur til skipunar í starf fangavarðar. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára. Verkefnið felur í sér að skipuleggja og kenna námið fyrir tvo hópa fangavarða, hvor um sig 20 manns. Fyrri hópurinn hóf nám í janúar 2024, og seinni hópurinn mun hefja nám í janúar 2025.

Námið er eitt ár að lengd og skiptist í tvær bóklegar annir, auk starfsnáms í fangelsum. Það miðar að því að efla þekkingu fangavarða á sviðum eins og lögfræði innan refsivörslukerfisins og uppbyggingu refsivörslukerfisins á Íslandi, samskiptum, valdbeitingu, endurhæfingu fanga, ásamt skyndihjálp og öðrum mikilvægum þáttum.

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Fangelsismálastofnun og stjórn félags fangavarða, með það að markmiði að efla fagþekkingu og öryggisvitund fangavarða í þeirra krefjandi starfi.

Fangelsismálastofnun velur nemendur í nám í fangavarðafræðum í samræmi við Reglugerð um fangavarðanám nr. 871/2024, https://island.is/reglugerdir/nr/0871-2024.

Nánari upplýsingar um fangavarðanámið veitir Helga Björk Pálsdóttir, helga.palsdottir@logreglan.is

Nánari upplýsingar um inntöku nemenda í nám í fangavarðafræðum veitir Fangelsismálastofnun ríkisins, https://www.fangelsi.is/