Þann 10. júní sl. brautskráðust 42 lögreglumenn úr diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri ásamt 23 lögreglumönnum með BA próf í lögreglu- og löggæslufræðum.
Nokkrir kennarar MSL voru viðstaddir útskriftina ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og var þessi ljósmynd tekin við það tilefni.
Kristrún Hilmarsdóttir hlaut viðurkenningu frá Landssambandi lögreglumanna fyrir hæstu meðaleinkunn í diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn.
Elva Rún Óskarsdóttir hlaut viðurkenningu frá ríkislögreglustjóra fyrir hæstu meðaleinkunn til BA prófs í lögreglu- og löggæslufræði.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í starfi.
Ljósmynd: Sindri Swan og Daníel Starrason