Umsóknarfresti um starfsnám I, fyrir lögreglufræðanema HA hjá lögreglu, lýkur þann 1. október næstkomandi. 50 nemendur verða valdir í starfsnám I, sem hefst í janúar n.k.
Eitt af skilyrðum þess að komast í starfsnám hjá lögreglu er að standast þær þrekkröfur, sjá https://menntaseturlogreglu.is/threkprof/, sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur, samkvæmt heimild í lögreglulögum.
Vegna fjölda umsækjenda þá höfum við, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL), tekið þá ákvörðun að opna fyrir skráningar í þrekprófin, áður en niðurstöður bakgrunns- og læknisskoðunar liggja fyrir. Þetta þýðir einfaldlega að allir þeir sem ætla sér að sækja um, eða hafa nú þegar gert það, geta skráð sig á prófdag. Þó svo að umsækjandi taki þrekpróf og standist það, getur MSL hafnað umsækjenda inngöngu á grundvelli niðurstöðu bakgrunns- og/eða læknisskoðunar.
Þrekprófið hefst á 2.000 metra hlaupi innanhúss. Þeir sem ná lágmarkskröfum í því halda áfram í næsta þátt þrekprófsins, þ.e. eru prófaðir í stöðvaæfingum. Standist umæskjandi stöðvaæfinga hlutann lýkur þrekprófinu á sundiprófi. Umsækjendur sem standast líkamlegar kröfur fyrir starfsnám hjá lögreglu, fara í sálfræðimat að þrekprófi loknu en búast má við að heill dagur fari í þetta verkefni, þ.e. þrekpróf og sálfræðimat.
Dagsetningar á þrekprófum og sálfræðimati: (með fyrirvara um fjölda umsækjenda en fjölga gæti þurft prófdögum)
Mánudaginn 8. október, kl. 08:30: Kórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.
Þriðjudaginn 9. október, kl. 08:30: Kórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.
Miðvikudaginn 10. október, kl. 08:30: Kórinn íþróttahús, Vallarkór, Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.
Fimmtudaginn 11. október, kl. 08:30: Kórinn íþróttahús, Vallarkór,Kópavogi. MSL Krókhálsi 5B, Reykjavík og Laugardalslaug Reykjavík.
Sunnudagurinn 14. október, kl. 10:00: Boginn íþróttahús Þórs, Skarðshlíð Akureyri. Átak/Worldclass, við Skólastíg og sundlaug Akureyrar.
Umsækjendur þurfa að koma sér sjálfir á milli þrekprófsstaða, (hlaup/stöðvaæfingar/sund) og þurfa að borga aðgang í sundlaug.
Óskir um þrekprófsdaga sendist á ga@logreglan.is eða logijk@logreglan.is en reynt verður eftir fremsta megni að verða við ykkar óskum, líklegt er þó að allir fái ekki óskir sínar uppfylltar, „fyrstur kemur fyrstu fær“.
Áætlað er að viðtöl við þá sem koma til greina í starfsnámið, hefjist í nóvember mánuði og stefnt er að lokavali verði lokið fyrir jól.
Bestu kveðjur
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar.