Dagana 23. til 24. október 2017 heimsóttu fulltrúar menntaseturs lögreglu og lögreglufræða við háskólann á Akureyri norska lögregluháskólann í Osló. Fulltrúarnir kynntu sér þróun námsskrá BA náms norðmanna í lögreglufræðum auk starfsnáms sem fram fer hjá lögregluembættum. Auk þess að vera með þriggja ára BA próf bjóða norðmenn yfir 90 námslínur á meistarastigi, m.a. meistaranám í rannsóknum sakamála, rannsóknum tölvubrota og fljótlega verður boðið upp á Norrænt meistarnám í stjórnun innan lögreglu (police leadership).