Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL) stóð í dag fyrir fræðsluerindi um skýrslutökur af fólki á einhverfurófi.Fyrirlesarinn Phil Morris er sérfræðingur í viðtölum við fólk með sérþarfir með notkun hugræna viðtalsins (cognitive interview). Fyrirlesturinn var ætlaður öllum sem hafa áhuga á og vinna með fólki á einhverfurófinu, s.s. lögreglumenn, saksóknara, verjendur, heilbrigðisstarfsfólk, félagsþjónustu og barnavend. Mikill áhugi var á fyrirlestri Phil og mæltist hann vel fyrir. En Phil Morris ásamt Steve Retford halda um þessar mundir námskeið fyrir starfandi rannsóknarlögreglumenn hér í MSL.