Í gær lauk valferli lögreglufræðanema í starfsnám lögreglu. Alls sóttu 131 nemendur um starfsnám sem á að hefjast í janúar 2018, 65 karlar og 66 konur. Af þeim 96 sem þreyttu þrekpróf voru 79 sem stóðust eða 40 karlar og 39 konur. Þá voru 69 umsækjendur sem stóðust þá þrjá áfanga sem þörf er á að ljúka (undirbúningur að starfsnámi, inngangur að lögreglufræði og inngangur að lögfræði) eða 34 karlar og 35 konur. Þessir 69 umsækjendur stóðust allir skoðun á sakaferli og læknisskoðun. Öllum var boðið í viðtal og í kjölfarið var lagt heildstætt mat á umsækjendur.
Valdir voru 41 nemandi í starfsnám, 21 karl og 20 konur, úr hópi hæfra umsækjenda og miðaðist valið við þá sem röðuðust hæst í heildarmati eftir skorgjöfina en ekki reyndist unnt að gera upp á milli fimm umsækjenda í síðustu sætunum og því voru valdir 41 nemandi í stað 40.