Þarftu að koma þér í betra form fyrir inntökuprófin?

Lögreglumenn þurfa að vera í góðu líkamlegu formi til að geta sinnt þeim fjölbreyttu og krefjandi verkefnum sem starfinu fylgir. Gott líkamlegt form eykur hæfni til að bregðast hratt og rétt við í neyðartilvikum, sem getur skipt sköpum bæði fyrir öryggi almennings og ekki síður lögreglumannanna sjálfra. Þá stuðlar regluleg hreyfing að betri andlegri heilsu, sem er mikilvægt í krefjandi starfi lögreglumannsins. Með því að vera í góðu líkamlegu formi geta lögreglunemar betur tekist á við það álag sem náminu fylgir og síðan í starfinu sjálfu, auk þess sem gott líkamlegt form eykur sjálfstraust og starfsánægju.

Hér er að finna æfingaáætlun sem er hægt að nota við undirbúning fyrir inntökuprófin sem hefjast 4. apríl