Á dögunum var starfsmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, Hildur Edda Einarsdóttir fengin til að kenna á CEPOL námskeiði. Hildur sótti fund vegna málefna SISVIS í Brussel og var í kjölfarið beðin um að vera einn af þjálfurum á námskeiði CEPOL á Möltu. En námskeiðið sem Hildur Edda tók þátt í að kenna, fjallaði um SIRENE Basic og er það mikil viðurkenning fyrir lögregluna að leitað sé til okkar með sérþekkingu. Við getum svo sannarlega miðlað okkar fagmennsku, vel gert Hildur!