Í dag lauk síðari staðlotu í stjórnun lögreglurannsókna (National Lead Investigating Officer Development Programme). Að því tilefni drógu kennnarar námskeiðsins, þeir Dr. Andy Griffiths og Dr. Ivar Fahsing, saman helstu niðurstöður þeirrar vinnu sem nemendurnir hafa unnið frá því í september sl. Einnig kynntu þeir hugmyndafræði námsins að viðstöddum góðum gestum frá lögreglu, héraðssaksóknara og ríkissaksóknara.