Rannsóknir sakamála: Grunnnám

Markmið námsins er að auka almenna hæfni lögreglumanna við rannsóknir.  Að námskeiðinu loknu hafi nemendur öðlast næga þekkingu og færni á lögreglurannsóknum til að bera ábyrgð á rannsóknum.  Þeir kunni grunnatriði lögreglurannsókna og þekki kröfur sem gerðar eru til þeirra. Að námi loknu skulu nemendur hafa færni til að skipuleggja rannsóknir, taka skýrslur af aðilum máls, afla og meta sönnunargögn og undirbúa mál fyrir ákæruvaldið.

Umsækjendur þurfa að sækja um með því að senda umsókn á menntun@logreglan.is ásamt bréfi þar sem fram kemur kynning á umsækjanda ásamt ástæðu fyrir umsókninni og áhuga (hámark 500 orð).

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2019.

Námskeiðslýsingu er að finna hér

Ekki eru innheimt þátttökugjöld að þessu sinni en nauðsynlegt er að viðkomandi lögreglustjóri heimili þátttöku og veiti svigrúm í starfi til náms.