Ráðstefna 5.- 6. des – Combating Online Child Sexual Abuse

Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu fer fram í Háskólanum í Reykjavík, V101, 5. og 6. desember n.k. Fyrirlesarar hafa allir sérþekkingu á málaflokknum innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og í fræðasamfélaginu.

Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Dómsmálaráðuneytið, Embætti Ríkissaksóknara, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar.

Dagskrá ráðstefnunar má finna með því að smella HÉR

Skráning er á vefsíðu MSL undir námskeið.