Ráðstefna 23. mars n.k – Réttaröryggi fatlaðs fólks

Mánudaginn 23. mars n.k verður haldin ráðstefna í samvinnu við réttindavakt Velferðarráðuneytis um réttaröryggi fatlaðs fólks og samvinnu réttindagæslumanna og lögreglu. Á ráðstefnunni mun Phil Morris sérfræðingur í skýrslutökum á fólki í viðkvæmri stöðu halda erindi ásamt fulltrúum lögreglunnar og saksóknara. Nánari dagskrá og skráning er hér á vefsíðu okkar. Hvetjum starfsfólk lögreglu til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga málefni.