Í gær, fimmtudaginn 23. mars, var formleg opnun á nýrri heimasíðu mennta- og starfsþróunarsetursins og af því tilefni var starfsfólki lögreglu boðið til kaffiveitinga. Ólafur Örn Bragason byrjaði á að opna vefsíðuna og fjalla stuttlega um starfsemi setursins en Soffía Waag Árnadóttir greindi gestum frá blómlegu námskeiðsstarfi sem hafið er.
Um 50 manns mættu á opnunina og heiðraði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra okkur með nærveru sinni.