Frá stofnun mennta- og starfsþróunarseturs hefur starfssemin verið í húsnæði embættis ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21. Nú hefur setrið loks fengið húsnæði sem mætir þörfum miðað við hlutverk þess. Aðalskrifstofur setursins verða á 3. hæð Krókháls 5a en setrið mun einnig hafa afnot að fyrstu hæð Krókháls 5a og b. Þar mun aðstaða til verklegrar þjálfunar vera til fyrirmyndar með sal til þjálfunar í lögreglutökum og sjálfsvörn, æfingaíbúð, tölvustofa og skýrslutökuherbergi.
Fyrsta námskeið í símenntun hefst mánudaginn 9. janúar en þann 30. janúar koma nemendur í diplómanámi við Háskólann á Akureyri í fyrstu þjálfunarlotuna.