Málþing um réttaröryggi fatlaðs fólks – 17 janúar

Vekjum athygli á málþingi í boði MSL, dómstólasýslunnar og réttindavaktar félagsmálaráðuneytis 17. janúar n.k. kl. 9.00 – 12.30. á Hótel Natura, Nauthólsvegi.

Undanfarin ár hefur orðið grundvallarbreyting í sýn og skilningi á fötlun. Sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á mannréttindi fatlaðs fólks og miklar breytingar hafa verið gerðar á íslensku lagaumhverfi sem byggja m.a á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en ný réttindagæslulög byggja á honum.

Á málþinginu verður réttarvörslukerfið skoðað út frá samningi Sameinuðu þjóðanna og kynntar nýjungar í réttarframkvæmd varðandi fatlað fólk á Íslandi og Englandi.

Nánari dagskrá og skráningu er að finna með því að smella hér á vef dómsýslunnar

http://domstolasyslan.is/domstolasyslan/um-domstolana/frettir/frett/2018/12/19/Rettaroryggi-fatlads-folks/