Í dag héldu tveir kanadískir sérfræðingar, Dr. Judith Andersen prófessor við Toronto háskóla og Steve Poplawski lögregluþjálfari við Ontario lögregluna, hádegiserindi á Grand Hóteli fyrir lögreglumenn um leiðir til að bæta frammistöðu í aðstæðum sem alla jafna kalla fram á mikla streitu, þ.e. seigluþjálfun. Judith og Steve eru hér á landi til að funda með þjálfurum innan lögreglunnar með það fyrir augum að bæta þjálfun hér á landi. Aðferðin felur í sér þjálfun í streitustjórnun þar sem notast er við lífeðlisfræðilega endurgjöf og er þjálfuninni síðan beitt við raunhæfar æfingar til að yfirfærsla náist. Aðferðirnar auka yfirvegun til ákvarðanatöku og minnka líkurnar á rörsýn (tunnel vision). Fjöldi rannsókna hefur stutt við gagnsemi aðferðanna sem nefnast iPREP og lesa má gagnlega samantekt hér.
Hér má sjá myndir af viðburðinum.