Málþing slysavarna- og viðbragðsaðila

Þann 29. nóvember 2018 milli kl: 09 – 15:30 fer fram málþing slysavarna- og viðbragðsaðila á Hótel  Natura Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík.

Yfirskrift málþingsins er:

Er skilvirt að viðbragðsaðilar séu með fræðslu og þjálfunaraðstöðu á einum  stað? Getum við gert gott betra með því? Með endurmenntun og þjálfun um landið, út frá slíkri fræðslu og  þjálfunarmiðstöð?

Málþingið er öllum opið sem láta sig fræðslu og þjálfunarmál varða á meðal slysavarna- og viðbragðsaðila. Skráning fer fram á skrifstofu LSS í síma 562 2962 eða lsos@lsos.is skráningargjald er 2000 krónur.

Dagskrá málþingsins má nálgast hér.