Vekjum athygli á ráðstefnu um heimilisofbeldi. Þann 4. október nk. býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um heimilisofbeldi.
Ráðstefnan er hluti af verkefni styrktu af ESB sem Jafnréttisstofa vinnur í samstarfi við Akureyrarbæ, Dómsmálaráðuneyti, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóra og Velferðarráðuneyti. Þessi ráðstefna er sú fyrsta af þremur ráðstefnum sem haldnar verða í tengslum við verkefnið.
Á þessari fyrstu ráðstefnu verður sjónum annars vegar beint að reynslu á þverfaglegri samvinnu í heimilisofbeldismálum og hins vegar þeim jaðarhópum sem eru í mestri áhættu að verða brotaþolar heimilisofbeldis.
Á Íslandi hefur mikið verði litið til Noregs í þróun þverfaglegrar samvinnu gegn heimilisofbeldi og ætlar Sissel Meling, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Noregi og verkefnastjóri hjá SARA, að fræða okkur nánar um það í erindi sínu SARA: SV Intimate partner violence risk assessment. Working methods and experiences from the South West police district, Norway.
Peter Neyrod er fyrrum lögreglumaður og nú fræðimaður sem skoðar eðli og umfang heimilisofbeldis. Peter er lektor í gagnreyndri löggæslu við Afbrotafræðistofnun Cambridge háskóla. Peter vinnur að matsrannsókn á samvinnu gegn heimilisofbeldi í Bretlandi og hefur mikla reynslu af skimun fyrir heimilisofbeldi og mun fjalla um Policing domestic violence: the lessons from frontline research for better screening, assessment and intervention.
Aðgangur og hádegisverður er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Ráðstefnan fer fram í Þjóðminjasafni Íslands þann 4. október kl. 10 til 16. Ítarlegri dagskrá má finna hér.
Vinsamlega skráið ykkur hér. Einnig er hægt að skrá þátttöku með því að senda póst á jafnretti@jafnretti.is þar sem fram þarf að koma upplýsingar um vinnustað og skráning í hádegisverð (með upplýsingum um fæðuóþol ef við á).
Sjá frétt á vefsíðu Jafnréttisstofu hér