Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri en námið hefst næstkomandi haust. Um er að ræða tveggja ára, 120 ECTS eininga diplómanám.
Gert er ráð fyrir því að 85 nemendur verði teknir inn nú í ár sem er sami fjöldi og á síðasta ári. Fyrri hluti inntökuprófa mun fara fram um miðjan apríl og seinni hluti í lok apríl og byrjun maí. Gert er ráð fyrir því að endanleg niðurstaða varðandi hverjir komist í námið liggi fyrir í lok júní.
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars og er sótt um rafrænt í gegnum umsóknarsíðu Háskólans á Akureyri. Þar er einnig að finna allar upplýsingar varðandi námið.
Allar upplýsingar varðandi umsóknarferlið er að finna á finna á heimasíðu Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu.
Fyrirspurnir varðandi námið og umsóknarferlið er hægt að senda á netföngin unak@unak.is og starfsnam@logreglan.is