Í dag lauk árlegum fundi Norrænna skólastjórnenda lögreglunáms sem haldinn var á Akureyri 26.-28. apríl. Fundurinn var haldinn sameiginlega af mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu og Háskólanum á Akureyri en fundurinn var haldinn í húsnæði háskólans. Meðal þess sem rætt var um á fundinum er þróun náms á Norðurlöndunum, nemendaskipti og sameiginleg þróunarverkefni, svo sem tölvubrot, innflytjendur og varnarviðbrögð lögreglu. Fulltrúar Íslands í vinnuópi um þróun Norræns námsefnis um tölvubrot kynntu vinnu starfshópsins en sérfræðingar okkar eru starfsmennt tölvubrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ólafur Örn Bragason kynnti aðdraganda breytinga á menntun lögreglumanna og hlutverk menntaseturs lögreglu í kjölfar breytinganna. Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri kynnti sérstaklega markmið, uppbyggingu og innihald tveggja ára diplómanáms sem skólinn býður upp á í samærmi við samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Háskólinn bíður einnig upp á BA próf í lögreglufræðum en slíkt próf er grunnskilyrði til að starfa sem lögreglumaður í Noregi og Finnlandi.