Í dag fór fram ráðstefna um rannsóknir sakamála þar sem fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fjallaði um þróun rannsókna sakamála, tækifæri og áskoranir. Ráðstefnan var einstaklega vel sótt en þátttakendur voru 130 talsins, mestmegnis frá lögreglu og ákæruvaldi en einnig tollgæslunni.
Ólafur Örn Bragason opnaði ráðstefnuna en Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra stýrði ráðstefnunni eftir það. Lykilerindi frá innlendum aðilum á borð við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, Björn Þorvaldsson saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara, Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjóns frá lögregunni á höfuðborgarsvæðinu, Theodór Kristjánsson og Ævar Pálmi Pálmason frá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Símoni Sigvaldasyni héraðsdómara. Þrír erlendir sérfræðingar héldur erindi en það voru Dr. Andy Griffiths sem fjallaði um menningabreytingar í rannsóknum sakamála, Dr. Ivar Fahsing sem fjallaði um árangur af námi í stjórnun lögreglurannsókna og Kenneth Wilberg frá lögreglunni í Osló sem fjallaði um tilgátuprófanir og greiningar í rannsóknum sakamála.
Undir lok ráðstefnunnar fóru fram umræður í panel með spurningum úr sal sem stjórnað var af Halldóri R. Guðjónssyni en í panelnum voru Sigríður Friðjónsdóttir, Sigríður Björg Guðjónsdóttir, Ólafur Þór Hauksson og Símon Sigvaldason.
Ráðstefnan var haldin í samstarfi við ríkissaksóknara, héraðssaksóknara, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna, ákærendafélag Íslands, félag yfirlögregluþjóna og lögreglustjórafélag Íslands.
Hér má sjá myndir af viðburðinum.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn
Dr. Andy Griffiths
Sigríður Friðjónsdóttir, Sigríður Björg Guðjónsdóttir, Ólafur Þór Hauksson og Símon Sigvaldason voru í panel umræðum undir lok ráðstefnunnar.