Vel heppnað námskeið í skýrslutökum á fólki með einhverfu

Í dag lauk námskeiði í skýrslutökum af fólki með einhverfu. En kennari á námskeiðinu var íslandsvinurinn Phil Morris sem hefur þjálfað starfsfólk lögreglunnar í Manchester í viðtalstækni í hljóð og mynd um langt skeið og er í sinni fimmtu Íslandsferð í sömu erindagjörðum. Átta rannsakendur voru valdir á námskeiðið og mæltist námskeiðið einstaklega vel fyrir.    Markmið námskeiðsins var að auka skilning þátttakenda á eðli einhverfu og öðlast þannig betri þekkingu og færni í samskiptum við einstaklinga á einhverfurófi. Fjórir leiklistarnemendur frá Kvikmyndaskólanum tóku að sér að leika brotaþola þannig að námskeiðið tók á bæði bóklegum og verklegum æfingum.

Er þetta  einn liður Menntasetursins til að efla þekkingu á þessum mikilvæga málaflokki innan lögreglunnar.


Námskeiðið var bæði verklegt og bóklegt


Áhugasamir þátttakendur

Fylgihluti vantaði ekki!