Opið fyrir umsóknir í lögreglufræði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri en námið hefst í ágúst 2022. Um er að ræða tveggja ára 120 ECTS eininga diplómanám. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda í náminu að þessu sinni en síðastliðið haust voru teknir inn 50 nemendur. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars  og skal sækja um rafrænt í gegnum umsóknarsíðu Háskólans á Akureyri, sjá nánar Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn | Háskólinn á Akureyri (unak.is).

Allar upplýsingar varðandi lögreglufræðinámið og umsóknarferlið er að vinna á heimasíðu Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu

Fyrirspurnir varðandi námið og umsóknarferlið er hægt að senda á netfangið starfsnam@logreglan.is