Eftirfarandi viðmið byggja á mati trúnaðarlæknis á þeim kröfum sem gera skal til andlegs- og líkamlegs heilbrigðis nemenda sem hefja starfsnám og eru sambærilegar við kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum:

Læknisfræðileg viðmið

Trúnaðarlæknir ákvað að eftirtalin atriði verði lögð til grundvallar við inntöku­skilyrði til náms í skólanum. Læknisvottorði sem skilað er til trúnaðarlæknis má ekki vera eldra en tveggja mánaða. Eyðublað vegna læknisfræðilegs mats má nálgast hér

Læknisvottorð skal skoðað og geymt hjá Vinnuvernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og skal senda vottorðið þangað merkt: „Trúnaðarlæknir – starfsnám lögreglufræðinema“.

Trúnaðarlæknir veitir mennta- og starfsþróunarsetrinu aðeins upplýsingar um hvort einstaklingur hafi staðist læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum, án frekari skýringa.

3.1       Almenn heilbrigðisskilyrði

Umsækjandi skal vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis til að teljast að fullu fær til að fá inntöku í starfsnám hjá lögreglu.

3.2       Sjón

A.m.k. 6/6 (1.0) á báðum augum.

A.m.k. 3 mánuðir hafi liðið frá sjónlagsaðgerð þegar læknisvottorð vegna umsóknar er metið.

Litblinda: Væg litblinda er leyfð en ekki algjör litblinda. Byggt er á því að litblinda skerði ekki færni umsækjenda til starfsins. Umsækjandi þarf að geta greint rétt 7 af hverjum 10 spjöldum á Ishihara-prófi og/eða fallið í litblinduhóp skv. greiningu á Farnsworth Munsell D – 15 prófi.

3.3       Heyrn

Eðlileg heyrn á báðum eyrum án hjálpartækja (eðlileg heyrn skv. HTÍ er heyrn á tíðni talsviðs sem liggur < 25dB HL að meðalgildi við tíðnirnar 0.5, 1.0, 2.0, og 4.0 kHz.).

3.4       Stoðkerfi

Má ekki vera með stoðkerfisvandamál sem (kunna að) hindra viðkomandi í starfi

3.5       Ýmsir sjúkdómar

Flogaveiki, sykursýki, hjartasjúkdómar, taugasjúkdómar, blóðstorkusjúkdómar (,,blæðarar”), astmi ásamt öðrum sjúkdómum kunna að útiloka umsækjanda frá skólavist, enda liggi fyrir mat læknis og trúnaðarlæknis um viðkomandi umsækjanda.

3.6       Andlegt heilbrigði

Umsækjandi skal vera í góðu andlegu jafnvægi. Sálfræðilegt mat er lagt á umsækjendur af sálfræðingi ríkislögreglustjóra.

3.7       Líkamsþyngdarstuðull

Almennt skal miðað við að líkamsstuðull sé undir 35 (BMI = kg/m2)

Dæmi er sýnt um mann sem er 100 kg á þyngd og 1. 85 m á hæð:

1.85*1.85= 3.42; 100/3.42 = BMI 29.23. Nánari skýringar eru á eyðublaði fyrir læknisvottorð.

Nánari skýringar eru á eyðublaði fyrir læknisvottorð.