Eftirfarandi viðmið byggja á mati trúnaðarlæknis á þeim kröfum sem gera skal til andlegs- og líkamlegs heilbrigðis nemenda sem hefja starfsnám og eru sambærilegar við kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum:

Læknisfræðileg viðmið

Trúnaðarlæknir ákvað að eftirtalin atriði verði lögð til grundvallar við inntöku­skilyrði til náms í skólanum. Læknisvottorði sem skilað er til trúnaðarlæknis má ekki vera eldra en tveggja mánaða. Eyðublað vegna læknisfræðilegs mats má nálgast hér að neðan ásamt viðmiðum (birtist fyrst 26. júní 2019).

Læknisvottorð skal skoðað og geymt hjá Vinnuvernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og skal senda vottorðið þangað merkt: „Trúnaðarlæknir – starfsnám lögreglufræðinema“.

Trúnaðarlæknir veitir mennta- og starfsþróunarsetrinu aðeins upplýsingar um hvort einstaklingur hafi staðist læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum, án frekari skýringa.

ATH. Viðmið vegna ADHD/ADD voru uppfærð 15. júlí og eru nú: Greiningin ADHD/ADD getur verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki.