Eftirfarandi viðmið byggja á mati trúnaðarlæknis embættis ríkislögreglustjóra á þeim kröfum sem gera skal til andlegs- og líkamlegs heilbrigðis nemenda sem hefja starfsnám og eru sambærilegar við kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.

Trúnaðarlæknir ákvað að eftirtalin atriði verði lögð til grundvallar við inntöku­skilyrði til náms í skólanum. Læknisvottorði sem skilað er til trúnaðarlæknis gildir ekki milli ára og má ekki vera eldra en tveggja mánaða þegar sótt er um.

Samhliða umsókn í starfsnám skal skila inn læknisvottorði. Læknisvottorð skal skoðað og geymt hjá Vinnuvernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og skal senda vottorðið þangað merkt: „Trúnaðarlæknir – starfsnám lögreglu“. Hér má nálgast eyðublað læknisvottorðs

Þá er líka hægt að senda læknisvottorðin í gegnum rafræna sendingargátt hjá Vinnuvernd:

https://transfer.signet.is/Authed/Login?ReturnUrl=%2FAuthed%2FCompanyLoad%3Fgroup%3Dvinnuvernd

Trúnaðarlæknir veitir mennta- og starfsþróunarsetrinu aðeins upplýsingar um hvort einstaklingur hafi staðist læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum, án frekari skýringa.

Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum sem tengjast læknisvottorðinu, s.s. vottorði sérfræðilæknis í viðkomandi sérgrein er til og með 4.júní 2020.