Viðmið um heilbrigði byggja á mati trúnaðarlæknis embættis ríkislögreglustjóra á þeim kröfum sem gera skal til andlegs- og líkamlegs heilbrigðis starfsnema sem hefja starfsnám og eru sambærilegar við kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.

Trúnaðarlæknir ákveður í samráði við menntasetur lögreglu hvaða atriði verði lögð til grundvallar við inntöku­skilyrði til starfsnáms.

Trúnaðarlæknir veitir mennta- og starfsþróunarsetrinu aðeins upplýsingar um hvort einstaklingur hafi staðist læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum, án frekari skýringa.

Vinnuvernd ehf. metur vottorð umsækjanda.