Umsækjandi skal vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun í samræmi við viðmið mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu til að geta talist að fullu fær til að gegna starfi lögreglumanns.

Umsækjendur sem koma til greina í starfsnám MSL þurfa að undirgangast læknisskoðun. Umsækjandi ber sjálfur kostnað af læknisskoðuninni.

Umsækjendur verða að kynna sér vel þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis áður en sótt er um starfsnám. Þeim umsækjendum sem boðið verður pláss í starfsnámi þurfa að undirgangast læknisskoðun og mögulega ítarlegra mat í samræmi við viðmið um heilbrigði sem gefin eru út af mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu í samræmi við Lögreglulög nr. 90 frá 1996 og reglugerð nr. 221/2017.

Viðmið um heilbrigði eru sambærilegar við kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.

Leiðbeiningar um mat á heilbrigði umsækjanda í starfsnám má nálgast hér að neðan.

Loader Loading...
EAD Logo Taking too long?

Reload Reload document
| Open Open in new tab

Niðurhal