Fræðsludagskrá haustannar MSL 2019

Skráning á námskeið  fyrir haustönn 2019 er eins og fyrr hér á vefsíðunni, þar eru námskeið skráð í gegnum fræðslukerfi ORRA.

Það er mikið um að vera í húsnæði MSL þar sem við sinnum bæði endurmenntun og svo þeim átta lotum í starfsnámi lögreglufræðinema sem eru fyrirhugaðar á önninni. Í dagskránni er að finna bæði dagsetningar námskeiða og svo lotur lögregufræðinema. Við reynum einnig að vera sveigjanleg þannig að fleiri námskeið gætu bæst við dagskránna sem verða auglýst sérstaklega.

Það er ýmislegt á döfinni hjá MSL og má þar helst nefna undirbúning fyrir nám fyrir millistjórnendur í almennri löggæslu (stjórnendanám fyrir varðstjóra) og nám í rannsóknum kynferðisbrota. Við áætlum að nám fyrir millistjórnendur í almennri löggæslu hefjist á vorönn 2020 og auglýst verður með haustinu eftir þátttakendum. Nám í rannsóknum kynferðisbrota verður einnig auglýst í haust.

Hlökkum til að sjá ykkur hér á Króknum!