Sí – og endurmenntun
Símenntun
Námskeið
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu heldur símenntunar- og sérnámskeið fyrir starfsfólk lögreglu. Leitast er við að hafa bæði fjölbreytt framboð fræðslu og kennsluhátta. Boðið er upp á staðnámskeið, vefnámskeið og lengra nám.
Framboð námskeiða og hlekk á forsíðu fræðslukerfis má finna hér á síðunni.
Við bendum starfsfólki lögreglunnar vinsamlegast á að hafa samráð við yfirmann vegna þátttöku á námskeiðum sem haldin eru á vinnutíma.
Allar nánari upplýsingar veita Soffía Waag Árnadóttir með netfangið swa01@logreglan.is sími
Fræðsludagskrá MSL
Fræðsludagskrá haustönn 2024
Hér er yfirlit fræðsludagskrá MSL fyrir haustönn 2024 (birt með fyrirvara um breytingar):
Skráning fer fram í gegnum fræðslukerfi ORRA hjá Fjársýslunni þannig að námskeið eru vistuð í fræðslusögu þátttakenda. Hægt er að nálgast leiðbeiningar vegna skráning hér að neðan . Athugið að það er einnig hægt að nota rafræn skilríki til innskráningar.
Yfirlit námskeiða og skráning fer fram í gegnum Fræðslukerfi ORRA, þar má jafnframt finna yfirlit allra námskeiða og skráningu.
Forsíða fræðslukerfis ORRA má nálgast með því að smella HÉR
CEPOL námskeið
European Union Agency for Law Enforcement Training
CEPOL (European Union Agency for Law Enforcement Training) er miðlægt menntasetur fyrir starfsfólk lögreglu í löndum Evrópubandalagsins. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu hefur gert samning við CEPOL sem gerir starfsfólki lögreglunnar á Íslandi kleift að sækja sér námskeið og fræðslu hjá CEPOL. Námskeiðin eru bæði vefnámskeið og staðnámskeið. Hvað staðnámskeið varðar innheimtir CEPOL ekki námskeiðsgjald en þátttakendur þurfa sjálfir að greiða ferðakostnað, gistingu og uppihald. Starfsþróunarsjóðir styrkja að öllu jöfnu starfsmenn til slíkrar þátttöku.
CEPOL skipuleggur um 100 námskeið, vinnustofur og ráðstefnur ár hvert. Fjölbreytt námskeið CEPOL má finna í námsskrá sem gefin er út á ári hverju. Sérstaklega er bent á fjölbreytt vefnámskeið og Webinars sem Cepol hefur yfir að bjóða.
Yfirlit námskeiða hér að neðan má finna dagskrá námskeiða og fræðslu hjá CEPOL fyrir árið 2022.
Hér að neðan er hnappur til að fara á vefsíðu CEPOL þar sem er að finna þá fræðslu sem er núna á döfinni hjá CEPOL.
Tengiliður CEPOL á Íslandi er Soffía Waag Árnadóttir, fyrir nánari upplýsingar og skráningu vegna CEPOL námskeiða sendið tölvupóst á swa01@logreglan.is eða hringið í síma
Frontex
Landamærastofnun Evrópu
Landamærastofnun Evrópu – FRONTEX – starfrækir þjálfunareiningu sem gefur bæði út kjarnanámsskrá fyrir þjálfun landamæravarða í Evrópu. Að auki stendur FRONTEX fyrir sérhæfðum námskeiðum á fjölda sviða tengdum landamæravörslu.
Tengiliður við FRONTEX er Landamærasvið ríkislögreglustjóra
NORDCOP – Nordic Cooperation in Police Education
Mennta- og starfsþróunarsetur er í samvinnu við menntastofnanir sem fara með lögreglumenntun á Norðurlöndunum, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Markmiðið er að auka samstarf milli landa á sviði mennta- og fræðslumála og stuðla að nemendaskiptum milli landa sem og uppbyggingu á faglegu starfi sem fram fer í vinnuhópum utan um hvert verkefni.