Almenn skilyrði

Umsækjendur í starfsnámi skulu fullnægja eftirtöldum almennum skilyrðum. Í lögum nr. 90/1996, lögreglulögum og reglugerð nr. 221/2017, eru tilgreind þessi skilyrði, þar segir m.a. að viðkomandi skuli:

a) vera íslenskir ríkisborgarar, 20 ára eða eldri,

b) ekki hafa gerst brotlegir við refsilög, þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið, né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta,

c) vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum sem mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur reglur um í samstarfi við háskóla,

d) hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun,

e) standast nánari kröfur sem ráðherra setur með reglugerð, á grundvelli tillagna frá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, m.a. um menntun, starfsþjálfun, tungumálakunnáttu og líkamlega færni,

f) hafa gild ökuréttindi.